Hamraborg - Kveikt á jólatrénu

Sverrir Vilhelmsson

Hamraborg - Kveikt á jólatrénu

Kaupa Í körfu

Fjöldi skoðaði jólatré og -sveina JÓLASVEINAR hafa í mörgu að snúast þessa dagana enda mannfólkið nú byrjað að tendra ljós á jólatrjám á höfuðborgarsvæðinu. Troða þessir náungar gjarnan upp við slík tækifæri og er ekki óalgengt að sjálfir foreldrarnir, Grýla og Leppalúði, séu þar að auki með í för. Þegar ljós voru kveikt á jólatrjám í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og á Austurvelli í Reykjavík um síðustu helgi, létu jólasveinarnir sig enda ekki vanta og kunnu frá ýmsu að segja. Hafnfirðingar, Garðbæingar og Kópavogsbúar notuðu laugardaginn til þess að kveikja á ljósum trjáa sinna, en Reykvíkingar hins vegar sunnudaginn. //Jólatré Kópavogsbúa stendur framan við Hamraborg, og er það tré gjöf vinabæjar Kópavogs í Svíþjóð, Norrköping. Athöfnin hófst kl. 14.40 með jólatónum Skólahljómsveitar Kópavogs. MYNDATEXTI: Jólatré Kópavogsbúa stendur við Hamraborg og þar fundu börnin sér ýmislegt til dægrastyttingar. Jólatré afhjúpað Hamraborg Kópavogi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar