Áramót - Timo Salsola - Finnland

Ásdís Ásgeirsdóttir

Áramót - Timo Salsola - Finnland

Kaupa Í körfu

Timo Salsola frá FINNLANDI Nýja árinu fagnað á torgum úti BÆRINN Rauma er níutíu kílómetra norðan við Turku. Sumir eru eflaust engu nær en kannski átta þeir sig þegar upplýst er að sami bær er 240 kílómetra frá höfuðborginni Helsinki. Landið er að sjálfsögðu Finnland. Timo Salsola ólst upp í Rauma og þar búa foreldrar hans enn og tvær yngri systur. Sjálfur er Timo fluttur til Hafnarfjarðar, 10 kílómetra frá Reykjavík og kann vel við sig. MYNDATEXTI: Gott að búa í Hafnarfirði Sigga og Timo eiga tvo syni, þá Armas (6 ára) og Alvar Nóa (2 1/2 árs.) Þau kynntust í gullsmíðanámi í bænum Lahti í Finnlandi en fluttu hingað fyrir átta árum. Sigga er Hafnfirðingur og þótt þau hafi búið í Garðabænum um tíma var stefnan alltaf tekin á fjörðinn, þar sem þau hafa nú keypt sé eitt af fallegu gömlu timburhúsunum í bænum. Hyvaa uutta vuotta = Gleðilegt ár

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar