Goðafoss - Lífið um borð

Þorkell Þorkelsson

Goðafoss - Lífið um borð

Kaupa Í körfu

FÆRANDI VARNINGINN HEIM ÞEGAR flogið er með þotu milli landa skekkist tilfinningin fyrir fjarlægðum. Jörðu er sleppt á Íslandi og þremur tímum síðar er lent í heimsborg á meginlandi Evrópu. Álfan virðist svo undarlega innan seilingar./Gámur er ekki fiskkassi Fraktskip eru meðal þeirra farkosta sem bjóða upp á þessa einstöku tilfinningu, að finna fyrir fjarlægðum. Alla daga vikunnar. Árið um kring. Alltaf eru þau á ferðinni, fram og til baka, til og frá og færa heim varninginn sem fólkið þarf að nota til þess að byggja húsin sín, búa til matinn sinn, skreyta stofurnar sínar og klæða börnin sín. MYNDATEXTI:Karlarnir í brúnni - Engilbert Engilbertsson skipstjóri leiðbeinir Jóni Inga Þórarinsyni 2. stýrimanni við innsiglinguna til Reykjavíkur. Engilbert sigldi skipinu sjálfur heim frá Singapore ásamt yfirvélstjóra, þegar það var keypt fyrir þremur mánuðum, og segir það hafa reynst vel á öllum ferðum síðan./// Karlarnir í brúnn Engilbert Engilbertsson skipstjóri leiðbeinir Jóni Inga Þórarinsyni 2. stýrimanni við innsiglinguna til Reykjavíkur. Engilbert sigldi skipinu sjálfur heim frá Singapore ásamt yfirvélstjóra, þegar það var keypt fyrir þremur mánuðum, og segir það hafa reynst vel á öllum ferðum síðan. .

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar