Skilti á bæjarmörkum við Reykjanesveg - Gerð A

Skilti á bæjarmörkum við Reykjanesveg - Gerð A

Kaupa Í körfu

Hugmyndasamkeppni um merkingar í Hafnarfirði TILLAGA VA arkitekta ehf. í Reykjavík bar sigur úr býtum í hugmyndasamkeppni um merkingar í Hafnarfirði, sem bæjaryfirvöld þar efndu til 17. september árið 2000. Verðlaunaféð nemur 600.000 krónum. Í hönnunarhópi arkitektarstofunnar voru Indro Candi, María Dupuis, Karl Magnús Karlsson og Steinunn Halldórsdóttir. MYNDATEXTI: Hér má líta brot úr vinningstillögu VA arkitekta. Við hönnun skiltanna er leitast við að sýna og styrkja ímynd Hafnarfjarðar sem nútímabæjarfélags. Efnið sem er notað í skiltin er galvaníserað stál. Ytri klæðning þeirra er pólýhúðuð í dökkleitum gráum lit. Þau eru að öllu leyti smíðuð á verkstæði og flutt tilbúin á staðinn, þar sem þau eru felld yfir grind og boltuð föst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar