Trúboð

Þorkell Þorkelsson

Trúboð

Kaupa Í körfu

Salóme Huld Garðarsdóttir, sem vígð var til kristniboðsstarfa á sunnudag, heldur á morgun af stað áleiðis til Kenýa. Hún er kölluð til starfa af Sambandi íslenskra kristniboðsfélaga sem stendur fyrir kristniboðs- og þróunarstarfi þar og í Eþíópíu. Áður en Salóme Huld hefur störf í Pókot-héraði í vesturhluta landsins verður hún við nám í svahílí í nokkrar vikur. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígði Salóme Huld við guðsþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudaginn og síðar um daginn var sérstök kveðjusamkoma fyrir hana á vegum SÍK. Á myndinni eru frá vinstri: Skúli Svavarsson og Jónas Þórisson sem voru vígsluvottar, Salóme Huld, sr. Jakob Ág. Hjálmarsson sem þjónaði fyrir altari, Karl Sigurbjörnsson biskup, sr. Valgeir Ástráðsson og Birna Gerður Jónsdóttir sem einnig voru vígsluvottar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar