Haustið sendir landsmönnum kaldar kveðjur með fyrstu lægðinni

Þorgeir

Haustið sendir landsmönnum kaldar kveðjur með fyrstu lægðinni

Kaupa Í körfu

Fyrsta haustlægðin gaf ekkert eftir þegar hún skall á landinu í gær. Ölduhæð á Norðurlandi var illviðráðanleg og sterkar vindhviður skullu miskunnarlaust á austanverðu landinu. Björgunarsveitir landsins sinntu yfir 200 útköllum sem 350 manns komu að. Smábátar losnuðu frá höfnum, bílar sátu fastir á Möðrudalsöræfum, útveggir fuku af atvinnuhúsnæði og rúður brotnuðu svo eitthvað sé nefnt. Sjór flæddi upp á land á Akureyri og niðurföll stífluðust. Viðbragðsaðilar stóðu í ströngu allan liðlangan daginn að dæla vatni út úr húsum og bjarga verðmætum. Þá var fólk beðið að aka ekki um Norðurgötu, Gránufélagsgötu og Eiðs- vallagötu, vegna þess hve mikið hafði flætt yfir þær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar