England

Morgunblaðið/Ómar

England

Kaupa Í körfu

ÞRIÐJA stærsta plötuútgáfa heims, breska útgáfan EMI, ætlar að segja upp 1.800 manns í sparnaðarskyni og munu uppsagnirnar taka gildi fyrir næstu mánaðamót. Uppsagnirnar eru liður í endurskipulagningu félagsins sem á að rétta bágan fjárhag þess við, að því er m.a. kemur fram á fréttavef BBC. Endurskipulagningin á félaginu hefur um 110 milljóna punda kostnað í för með sér en á að leiða til árlegs sparnaðar upp á 98,5 milljónir punda. EMI mun afskrifa 92 milljónir punda á þessu ári til að mæta tapi af fjárfestingum. Það kemur til viðbótar afskriftum upp á 38 milljónir punda sem félagið þurfti að grípa til til þess að losna frá samningi við hina fallandi stjörnu Mariuh Carey seint á síðasta ári. (Krot á vegskilti Abbey Road í London)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar