Dansiball í Iðnó

Dansiball í Iðnó

Kaupa Í körfu

Sveiflustöðin, dansskóli og menningarmiðstöð sem heldur uppi merkjum sveiflutónlist- ar á Íslandi, stóð í gærkvöldi fyrir dansballi í Iðnó, í miðbæ Reykjavíkur. Ballið var öllum opið; „kon- um, kvárum og körlum“, líkt og segir í auglýsingu viðburðarins. Tvær hljómsveitir spiluðu lifandi tónlist fyrir dansi; Sveifluband Braga Árnasonar og Arctic Swing Quintet Hauks Gröndals. Líkt og sjá má á myndinni var glatt á hjalla og bros á hverju andliti. Sveiflumiðstöðin hefur staðið fyrir fjölda námskeiða og ýmissa dansviðburða. Hún var stofnuð árið 2018 af Sigurði Helga Oddssyni píanóleikara og er inntakið bandarísk djass-, sving- og rokktónlist frá árun- um 1920 til 1960, sem þróaðist í mismunandi stíla eftir tímabil- um

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar