Verkfæralagerinn selja skóflur

Verkfæralagerinn selja skóflur

Kaupa Í körfu

Verkfæralagerinn selja skóflur Snjóskóflur mokuðust út úr Verkfæralagernum við Smáratorg í Kópavogi í gær enda stríddu snjóþyngsli mörgum höfuðborgar- búanum. Hrafnhildur Auður Gunnarsdóttir, móðir eiganda Verkfæralagersins, stóð vaktina í gær og afgreiddi fjölmargar skóflur. „Það var líf og fjör hjá okkur í dag,“ sagði Brynjólfur Gunnarsson, eigandi verslunarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að til þessa hafi verið nokkuð mikil sala í jólagjöfum en verslunin selur einnig ýmsar fönd- ur- og listavörur en í gær hafi þurft að skipta um gír. „Það var eiginlega ekki pláss fyrir annað í dag,“ sagði hann. Spurður hvort lagerinn hafi klárast segir hann svo ekki vera enda hafi þau birgt sig vel upp. „Við stöndum ansi vel ennþá.“ Hann seg- ir fólk helst taka plastskóflur þegar snjórinn er léttur og nýfallinn eins og var í gær og fyrradag, en stál þegar frysta tekur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar