Dagbók ljósmyndara

Einar Falur Ingólfsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Dagbók ljósmyndara - Fyrir sunnudagsblað!!! Súraldin í piparheimi Cochin, Kerala, Indlandi, 13. janúar. Þótt ódaun bregði af og til fyrir vit ferðalanga sem leggja leið sina um markaðina í Cochin, þá eru þó kryddlyktin sem fangar athyglina. Í Keralafylki er mikið ræktað og fyrr á öldum vissu Evrópubúar að þar væri fjársjóði að finna, sem voru krydd á borð við pipar, chili, kardimommu, negul og engifer. Vasco de Gama byggði hér upp portúgalska nýlendu, meðal annars með það að markmiði að stjórna viðskiptum með krydd. Matargerð svæðisins er merkt þessari auðlind, byggir á styrk en ennfremur blanda heimamenn matinn með sætu og súru, og þar koma súraldinin í góðar þarfir. Þessi maður vandaði sig við valið á súraldinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar