Indlandsmót

Einar Falur Ingólfsson

Indlandsmót

Kaupa Í körfu

Dagbók ljósmyndara Skóari götunnar Cochin, Kerala, Indlandi, 16. janúar 2001 Við Mahatma Gandhi-stræti, aðalgötuna í Cochin, situr þessi ungi skósmiðuri í útblæstri bílanna sem renna hjá, og gerir við skó. Áhöldin eru einföld; hann skorðar skóna af með iljunum, neglir í þá eða límir. Og skórnir sem honum er falið að lappa upp á, þættu mörgum varla merkilegir, enda líklega aðrir fátækir Keralabúar sem sjá piltinum fyrir verkum. Það er þó ánægjulegt að sjá nýtnina, að reynt sé að fullslíta skótauinu í stað þess að bæta þeim strax á sorphaugana sem eru um allt; plastminjar samtímans virðast smám saman vera að færa garða og opin svæði á kaf.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar