Dagbók ljósmyndara

Einar Falur Ingólfsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Stimplagerð við skarnhauginn Cochin, Kerala, Indlandi, 17. janúar Inni í agnarlitlum kofa úr veðruðum fjölum, logar á litlum kertum. Kofinn stendur við skarnhaug sem lyktar illa og sólin lætur plasthrúgurnar glóa. En kofinn er í skugga pálmatrjánna og kertin lýsa á nokkrar innrammaðar Jesúmyndir og grannholda manninum við vinnu sína, þar sem hann sker í rólegheitum út í gúmmídúk stimpla fyrir fyrirtæki í nágrenninu. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar