Dagbók ljósmyndara

Einar Falur Ingólfsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Kristur í auglýsingahafinu Cochin, Kerala, 18. janúar Tröllvaxinn Kristur stendur á meðal auglýsingaskilta á götuhorni í Cochin. Og fleiri slíkar myndir má sjá út um borgina. Kristnir söfnuðir kunna að hafa náð einhverjum árangri með herferðinni, í það minnsta er kristni hvergi útbreiddari á Indlandi en fimmtungur íbúanna aðhyllist trúna. Sagan segir að heilagur Tómas hafi komið til Kerala árið 52 og byggt fyrstu kirkjurnar í landinu. Árið 345 var grunnur lagður að starfi sýrlensk-kristnu kirkjunnar í fylkinu, en hún stendur enn traustum fótum, og portúgalir hófu kaþólskt kristniboð árið 1542 og varð einnig vel ágengt. Þessir kristnu söfnuðir starfa hér hlið við hlið og hafa greinilega átt þátt í að skapa hér menningu sem er ólík þeirri sem finnst annarsstaðar í landinu, meðal annars hefur stéttskiptingin verið afnumin með lögum í opinberu lífi. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar