Dagbók ljósmyndara2

Einar Falur Ingólfsson

Dagbók ljósmyndara2

Kaupa Í körfu

Íslendingar yfirtóku völlinn Kochi, Kerala, Indlandi, 9. janúar. Pilturinn fórnar höndum þegar félagar kalla og spyrja hvers vegna hann hafi látið þetta knattspyrnulið hlaupa inn á völlinn þar sem hann var að æfa krikketköst. Enda er krikket þjóðaríþrótt Indverja en knattspyrnan kemur langt þar fyrir aftan hvað vinsældir snertir. Að vísu er það ekki þannig í Kerala, það er eina fylki landsins þar sem knattspyrnan er númer eitt, og í raun þótti piltunum það ánægjuleg tilbreyting að láta íslenska knattspyrnulandsliðinu eftir völlinn fyrir eina æfingu. Þeir færðu sig bara bara til og héldu kastæfingunni áfram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar