Indverskur sirkus

Einar Falur Ingólfsson

Indverskur sirkus

Kaupa Í körfu

Með fílum og fólki í indverskum sirkusi Fíllinn mundaði kylfuna og sló út í tjaldið bolta sem dvergar hentu til hans. Hátt uppi undir tjalddúknum róluðu stúlkur sér í bleikum búningum og hundar gengu um á framfótunum. Einar Falur Ingólfsson fylgdist með sýningu hjá Mikla Bombay-sirkusnum í Keralafylki á Indlandi. MYNDATEXTI: Trúðar og fíll ganga fram á sviðið og vinsælasta atriði sýningarinnar er um það bil að hefjast; trúðarnir henda boltum að fílnum og hann slær þá með spaða í anda krikkettspilara út í tjaldið til áhorfanda, en krikket er vinsælasta íþróttin á Indlandi. Sirkusinn á tuttugu og fjögur ljón og taka nokkur þátt í hverri sýningu. Ljónin eru geymd í þröngum búrum og geta gestir skoðað þau þegar þeir hafa borgað þrjátíu króna aðgangseyrinn að sýningum. Þessi ljónynja rumdi og stundi í þrúgandi 35 stiga hitanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar