Sólarlag í Víkurfjöru

Jónas Erlendsson

Sólarlag í Víkurfjöru

Kaupa Í körfu

Mikið er um ferðamenn í Vík Í Mýrdal þessa dagana, það er vinsælt að mynda sólarlag við Reynisdranga úr Víkurfjöru. Ferðamálastofa birti í gær tölur sem sýndu að tæplega 1,7 milljónir erlendra farþega fóru frá Keflavíkurflugvelli á síðasta ári, sem er um einni milljón fleiri en árið 2021. Nam aukningin milli ára 146%. Í desember fóru 144 þúsund erlendir farþegar frá landinu sem er 78% aukning milli ára. Í janúar hefur ferðamannastraumurinn haldið áfram og er mikið um ferðamenn í Vík Í Mýrdal þessa dagana þar sem vinsælt er að mynda sólarlag við Reynisdranga í Víkurfjöru en þessi mynd var tekin í fjörunni í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar