Mikill ís á sjó út af Ægissíðu

Mikill ís á sjó út af Ægissíðu

Kaupa Í körfu

Sannkallað vetrarríki hefur ríkt á landinu síðastliðnar vikur með miklum frosthörkum og hvítri jörð. Hefur landinn þetta tímabil fengið að finna fyrir 10 til 20 gráða frosti, stillu og björtu veðri. Nú er útlit fyrir miklar breytingar í veðri um land allt, talsverð hlýindi með mikilli úrkomu og vindi. Það má því gera ráð fyrir að þessi myndarlega hafísbreiða, sem ljósmyndari Morgunblaðsins myndaði í vikunni við Ægisíðu í Reykjavík, láti undan með öllu, en ísinn náði langt út á fjörðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar