Löndun úr Grænlenskum togara í Sundahöfn

Löndun úr Grænlenskum togara í Sundahöfn

Kaupa Í körfu

Unnið var að löndun úr grænlenska togararnum Iliveleq frá Qaqorto á Skarfa- bakka í Reykjavík í gær. Togarinn kom með einn mesta og verðmætasta afla sem landað hefur verið í íslenskri höfn. Afli í túrnum var um 2.000 tonn upp úr sjó, sem gera um 1.000 tonn af frystum þorskflökum. Þeir sem þ ekkja til þess hvernig kaupin gerast á eyrinni áætla að verðmæti flakanna sé um 1,6 milljarðar króna. Á bryggjunni biðu alls um fjörutíu frystigámar þar sem fyrir var komið afurðunum sem fara nú til kaupenda erlendis. Togarinn var áður í eigu Brims en er nú í eigu útgerðar á Grænlandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar