Vetrarhátíð Safnanótt - Bessastaðir

Vetrarhátíð Safnanótt - Bessastaðir

Kaupa Í körfu

Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands gefur fimmu - Eiríkur Benedikt Elíasson Opið hús á Bessastöðum er hluti af Safnanótt á Vetrarhátíðinni sem nú stendur yfir á höfuð- borgarsvæðinu með gnótt viðburða en gestum hátíðarinnar bauðst að sækja fjölmörg söfn í gær og skoða ótal sýningar þar sem boðið var upp á fjölbreytta dagskrá. Áherslan að þessu sinni var á óhefðbundna viðburði svo ekki er örgrannt um að gestir og gangandi hafi öðlast nýja sýn á söfn höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi. Ljósmyndari Morgunblaðsins rak nefið inn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti tók á móti gestum embættisbústaðar síns með virktum, háum sem lágum, og Eiríkur Benedikt Elíasson fékk þar „fimmu“, eins og það heitir, í boði íslenska lýðveldisins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar