Landsfundur viðreisnar

Landsfundur viðreisnar

Kaupa Í körfu

Landsþing Viðreisnar hófst síð- degis á gær á hótelinu Reykjavík Natura. Lýkur dagskránni í kvöld, en samkvæmt henni er gert ráð fyrir málefnavinnu, samþykkt stjórnmálaályktunar og breyting- um á samþykktum ásamt kjöri forystu, stjórnar og málefnaráðs flokksins. Hefur Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar í Suð- vesturkjördæmi, lýst því yfir að hann muni gefa kost á sér í nýtt embætti ritara, en verði tillaga um það samþykkt mun fram- boðsfrestur ekki renna út fyrr en klukkutíma áður en gengið verð- ur til atkvæða á laugardaginn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ein í framboði til formanns. Í framboði til varaformanns eru Daði Már Kristófersson, prófess- or í auðlindahagfræði og sitjandi varaformaður Viðreisnar, og Er- lingur Sigvaldason, kennaranemi og forseti Uppreisnar, ungliða- hreyfingar Viðreisnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar