Sungið í rigningunni - Þjóðleikhúsið

Jim Smart

Sungið í rigningunni - Þjóðleikhúsið

Kaupa Í körfu

Sungið í rigningunni ÆFINGAR hófust á fimmtudag í Þjóðleikhúsinum á söngleiknum Syngjandi í rigningunni eftir Betty Comden, Adolph Green, Nacio Herb Brown og Arthur Freed. Í stærstu hlutverkum eru Rúnar Freyr Gíslason, Selma Björnsdóttir, Stefán Karl Stefánsson og Þórunn Lárusdóttir. Þýðandi er Karl Ágúst Úlfsson.Tónlistar- og hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson ásamt 8 hljóðfæraleikurum. Aðstoðarleikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhannsson og búninga Elín Edda Árnadóttir. Lýsingu hannar Páll Ragnarsson og um hljóðstjórn sér Sveinn Kjartansson. Aðrir leikarar eru Bjartmar Þórðarson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann Freyr Björgvinsson, Jóhann Örn Ólafsson, Jón Páll Eyjólfsson, Júlía Gold, Kjartan Guðjónsson, Linda Ásgeirsdóttir, Marta Nordal, Pálmi Árni Gestsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigrún Waage, Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Þórunn Clausen og fleiri. Sýningarstjóri er Kristín Hauksdóttir. MYNDATEXTI: Það er stór hópur leikhúsfólks sem mun syngja og dansa í rigningunni í Þjóðleikhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar