Húsið við hliðina á höll Vigdísar

Húsið við hliðina á höll Vigdísar

Kaupa Í körfu

Unnið er að miklum endurbótum á húsnæði gömlu Loftskeyta- stöðvarinnar við Suðurgötu í Reykjavík. Yfir dyrum hússins er skjaldarmerki Íslands frá heimastjórnarárunum í byrjun síðustu aldar, hvítur fálki á blá- um grunni og kóróna Danakon- ungs. Í húsinu verður innan tíðar opnuð sýning á vegum Háskóla Íslands helguð forsetatíð og störf- um Vigdísar Finnbogadóttur. Listmunir og fatnaður, bréf og skjöl og gjafir erlendra þjóðhöfð- ingja verða m.a. til sýnis. Í húsinu verður jafnframt aðstaða til að stunda rannsóknir á störfum og málefnum sem Vigdís beitti sér fyrir. Á sýningunni verður lögð áhersla á að varpa ljósi á störf Vigdísar sem forseta, áhrif henn- ar á íslenskt samfélag og stöðu hennar í alþjóðlegu samhengi. Meðal annars verður fjallað um áhrif Vigdísar á þróun jafnréttis- mála og náttúruvernd og ekki síst áherslu hennar á verndun tungu- mála og menningu smáþjóða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar