Barbara Hannigan á æfingu í Hörpu

Hákon Pálsson

Barbara Hannigan á æfingu í Hörpu

Kaupa Í körfu

Kanadíska sópransöngkonan og hljómsveitarstjórinn Barbara Hannigan er væntanleg til Íslands á ný og heldur tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Hörpu í Reykjavík 15. júní og í Hofi á Akureyri 16. júní. Aðeins er ár síðan Barbara kom fyrst til landsins og sló í gegn með hljómsveitinni á Listahátíð í Reykjavík vorið 2022. Á efnisskránni verða Kraftaverkasinfónía Josephs Haydn nr. 96 og fjórða sinfónía Gustavs Mahler þar sem Barbara fer með sópranhlutverkið auk þess að stjórna hljómsveitinni. Almenn miðasala hefst 20. mars á sinfonia.is, harpa.is og mak.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar