Hrímtittlingur

Gyda Hennings WWW.gyda.is

Hrímtittlingur

Kaupa Í körfu

Siglufjörður | Þessi litli og krúttlegi fugl nefnist hrímtittlingur (Acanthis hornem- anni / Carduelis hornemanni) og hefur að undanförnu verið í heimsókn í vetrarríki Siglufjarðar. Hann er náskyldur auðnu- tittlingi, en ljósgrárri allur og bjartari yfirlitum og með áberandi hvítan gump. Heimkynni þessara frændtegunda skarast, en hrímtittlingurinn er norð- lægari, er að finna á heimskautasvæðum Norður-Ameríku og Evrasíu, sem og á Grænlandi. Deilitegundir hans eru tvær. Hinn langt að komni gestur hefur verið í slagtogi með nokkrum auðnutittling- um, en var einn á ferð þegar myndin var tekin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar