Barnamenningarhátíð - Engjaskóli

Barnamenningarhátíð - Engjaskóli

Kaupa Í körfu

Vigdís Hafliðadóttir tónlistarkona úr hljómsveitinni Flott flytur lag Barnamenningarhátíðar 2023, Kæri heimur, í Engjaskóla Tónlistarkonan Vigdís Hafliðadóttir frum- flutti lag Barnamenningarhátíðar 2023 í Engjaskóla í gær. Lagið ber titilinn Kæri heimur og er samið af Vigdísi og Ragnhildi Veigarsdóttur en þær eru báðar liðsmenn hljómsveitarinnar Flott. Textinn byggist á svörum barna í 4. bekk í grunnskólum Reykjavíkur sem fengu það verkefni að svara spurningum um frið, allt frá friði hvers og eins til heimsfriðar. Lag Barnamenningarhátíðar hefur verið samið í samstarfi tónlistarfólks og nem- enda í 4. bekk grunnskóla frá árinu 2015 og fjölmargt tónlistarfólk lagt verkefninu lið. Barnamenningarhátíð verður haldin dagana 18.-23. apríl.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar