Uppskipun áburðar af Wilson Drammen flutningaskipinu á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Uppskipun áburðar af Wilson Drammen flutningaskipinu á Húsavík

Kaupa Í körfu

Bændur í Eyjafirði tóku sig saman og pöntuðu áburð í sameiningu fyrir komandi sumar. Honum var skipað upp á land á Húsavík á laugardagsmorgun. Innflutnings- kostnaður hefur tvöfaldast frá því stríðið í Úkraínu hófst. „Það eru allir að leita leiða til þess að ná sem hagstæðustu innkaupum en við sem Bændasamtök Íslands getum ekki haft milligöngu um að panta áburð fyrir alla bændur á Íslandi. Það er illframkvæman- legt,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Vegna mikilla verðhækkana leita menn nú nýrra leiða í áburðarmálum. Í því samhengi eru uppi áform um að notast við seyru sem fellur til við laxeldi á landi að sögn Gunnars. „Menn eru að fara að gera risastöðvar þar sem þarf að taka seyruna frá. Við viljum blanda seyru og slógi við dýraskít og búa til áburð með hringrásarkerfi,“ segir Gunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar