Varðbátur Gæslunnar, Óðinn, á fleygiferð inn að Miðbakkanum

Varðbátur Gæslunnar, Óðinn, á fleygiferð inn að Miðbakkanum

Kaupa Í körfu

Leiðtogafundur Evrópuráðsins nálgast nú óðfluga en hann verð- ur haldinn í Hörpu dagana 16. og 17. maí. Fjörutíu þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sína á fundinn, en Ísland gegnir formennsku í ráðinu um þessar mundir. Í fylgd leiðtoganna eru sendi- nefndir en auk þeirra er búist við fjölda erlends fjölmiðlafólks. Alls má því vænta þess að um 900 manns leggi leið sína til landsins í tengslum við fundinn. Mikill viðbúnaður er vegna ör- yggisráðstafana í tengslum við komu leiðtoganna og verða með- al annars víðtækar götulokanir fyrir umferð í miðbæ Reykjavík- ur og við Sæbraut. Aukið eftirlit verður einnig á sjó í kring um Reykjavíkurhöfn en Landhelg- isgæslan annast öryggisgæslu utan af hafi, meðal annars með aðgerðabátnum Óðni sem hér sést við höfnina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar