Sveinbjörg Hermannsdóttir

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Sveinbjörg Hermannsdóttir

Kaupa Í körfu

Sveinbjörg leit dagsins ljós hinn 12. maí 1911 á Laugavegi 92 í gamla barónshúsinu fyrir vestan Stjörnubíó. Sveinbjörgu Hermannsdóttur er t.d. í barnsminni frostaveturinn mikli 1918, hún var í hópi reykvískra barna sem þá fengu súpu gefins í Gúttó meðan ástandið var sem verst í allsleysi helkuldans. Hún varð innlyksa norður í landi vegna spænsku veikinnar. Hún fór í bæinn með vinkonum sínum þegar ítalski flugkappinn Balboa kom hingað með sína menn á fjórða áratugnum. Hún var í vist hjá mörgu þjóðkunnu fólki sem lifði sitt blómaskeið á fyrstu tugum 20. aldarinnar og starfaði um áratugaskeið mitt í hringiðu hins íslenska samkvæmislífs. Hún fór á vettvang þegar breski herinn tók land í Reykjavík og horfði á Hótel Ísland brenna, svo eitthvað sé nefnt

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar