Hljómskálagarðurinn - Framkvæmdir

Hljómskálagarðurinn - Framkvæmdir

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir við að styrkja og byggja upp viðburðasvæðið í Hljómskálagarðinum eru í full- um gangi. Áformað er að þeim ljúki fyrir 31. júlí næstkomandi. Framkvæmdin mun ekki hafa teljandi áhrif á umferð um garðinn eða nágrenni hans en mun þó setja mark á viðburða- hald í sumar. Til að mynda verða hátíðahöld 17. júní að fara fram utan þess svæðis í Hljómskála- garðinum, eins og fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Reykja- víkurborgar. Framkvæmdirnar eru til að svæðið þoli betur álag stórra viðburða og hægt sé að fjölga þeim í garðinum. Þá verður slitþolið gras lagt á svæðið og á norðurhluta grasflatarinnar verður upphækkað svæði með góðri burðargetu. Gunnar Her- sveinn, verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að v iðburðir verði haldnir í garðin- um í sumar en þeir verði á öðrum stöðum í honum og aðeins minni í sniðum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar