Háskóli unga fólksins - Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins - Háskóli Íslands

Kaupa Í körfu

Tilvonandi vísindamenn fengu í gær að spreyta sig á efnafræðitilraunum í Háskóla unga fólksins sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Skólinn hefur verið haldinn árlega í næstum tvo áratugi og fá nemendur á aldrinum 12-14 ára þar tækifæri til að kynna sér hin ýmsu svið háskólanáms. Meðal þess sem nemendurnir fást við í þessari viku eru réttarvísindi, tölvuleikjahönnun, skurðlækningar, hönnun kappakstursbíla, heimspeki og kvikmyndir, hin gleymdu stríð, samskipti og einelti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar