Hvalaskoðunarbátar við hafnarmynni Reykjavíkurhafnar

Hvalaskoðunarbátar við hafnarmynni Reykjavíkurhafnar

Kaupa Í körfu

Hafsúlan og Andrea heilsast við hafnarmynni Reykjavíkur Fleiri ferðamenn hafa sóst eftir hvalaskoðunarferðum í júlí en í júní að sögn Ástu Maríu Marinósdóttur, fram- kvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Special Tours, sem gerir út hvalaskoðunarbátinn Andreu. Segist Ásta ekki geta fullyrt hvort hvalveiðibann eigi þátt í aukinni aðsókn. Hún telur líklegra að veðurfar hafi mest áhrif á eftirspurn, enda var veðrið í lakari kantinum fyrri hluta sumars. Sólardagar hafa þó verið allnokkrir í júlí og Ásta segir sjóinn iða af lífi að undanförnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar