Baldur nýr

Sigurður Bogi

Baldur nýr

Kaupa Í körfu

Töf verður á því að hin nýja Breiðafjarðarferja Baldur hefji siglingar. Nú er stefnt að því að þær hefjist upp úr miðjum nóv- ember, samkvæmt upplýsingum G. Péturs Matthíassonar upplýs- ingafulltrúa Vegagerðarinnar. Baldur kom til landsins frá Noregi 20. september síðastliðinn. Hann var tekinn upp í flotkví Orms og Víglundar í Hafnarf- irði. Skipið var málað og gerðar ýmsar breytingar og endurbætur. Vegna mikilla rigninga tafðist málningarvinnan um heila viku. Baldur kom úr flotkvínni í vikunni og liggur nú við bryggju í Hafnar- firði. Enn er nokkur vinna eftir við skipið áður en siglingar geta hafist. Vegagerðin og Sæferðir í Stykk- ishólmi hafa undanfarnar vikur átt viðræður um að fyrirtækið taki að sér rekstur Baldurs. Eru þær viðræður á lokastigi, að sögn G. Péturs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar