Hafsögumenn og lóðsbáturinn Jötunn

Hafsögumenn og lóðsbáturinn Jötunn

Kaupa Í körfu

Það var logn og blíða í Reykjavík á sjöunda tímanum í gærmorgun þegar hafnsögubáturinn Jötunn sigldi til móts við tvö skemmtiferðaskip sem komu samtímis á Ytri-höfnina. Hafnsögumenn stigu um borð og stýrðu skipunum að Skarfabakka. Sumarið er mikill annatími hjá hafnsögumönnum og öðrum starfsmönnum Faxaflóahafna. Til marks um það eru skráðar 38 komur skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur, bara í júlí. Suma daga eru fleiri en eitt skip í höfninni. Til dæmis verða fjögur skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn á föstudaginn. Þá eru ótalin önnur erlend skip, sem þarf að lóðsa í höfnina. *** Local Caption *** Mikið álag á starfsmenn Faxaflóahafna 38 skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur í júlí Júlíus Guðnason, hafnsögumaður á lóðsbátnum Jötni, gerir sig tilbúinn til að fara um borð í skemmtiferðaskipið Saga Sapphire í blíðskaparveðri snemma í gærmorgun. Í skipinu eru rúmlega 700 farþegar. Útblástur Sótmengun er enn veruleg en henni er að miklu leyti nú dælt í sjó- inn. Hún myndi minnka mikið ef nýtt yrði dísilolía í stað svartolíu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar