Ungriff - Örn Árnason

Ungriff - Örn Árnason

Kaupa Í körfu

Barnakvikmyndahátíðin Ung- RIFF var haldin í fyrsta skipti í gær í Smárabíó og var 900 skóla- börnum í 1.-6. bekk boðið á opnun- ina þar sem þau horfðu á myndina Hættuspil. Sýningin markaði upphaf Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðarinnar RIFF sem stendur til 8. október. Leikarinn Örn Árnason fékk fyrstu heiðursverðlaun UngRIFF fyrir framlag sitt í 40 ár til íslenskrar barnamenn- ingar, ekki síst fyrir þátt sinn í kvikmyndum og talsetningu á barnaefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti honum verðlaunin og setti hátíðina. Mikil dagskrá er fram undan á UngRIFF, eins og kvikmynda- og teiknimyndasmiðjur og margt fleira. Ólafur Valur Pétursson verkefnastjóri UngRIFF segist mjög stoltur af dagskránni og segir að sýningar hátíðarinnar fari fram víða um land.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar