Sigursteinn Másson

Hallur Már

Sigursteinn Másson

Kaupa Í körfu

Dagmál Í tæpa þrjá áratugi hefur Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður skoðað og rannsakað Guð mundar og Geirfinnsmál. Þetta eru einhver viðamestu sakamál sem íslenskt réttarkerfi hefur tekist á við. Í Dagmálaþætti dagsins fer Sigursteinn yfir málið og ræðir nýja heimilda þætti sem hann hefur lagt lokahönd á. Þeir bera nafnið Réttarmorð og þáttur tvö af sex verður aðgengilegur á Storytel í dag. Sigursteinn segir að heimsókn Sævars Ciesielskis á heimili hans árið 1996 hafi breytt lífi sínu. Í raun umturnað því. Sigursteinn segir að íslenskt samfélag verði að klára þetta mál. Fyrr fái þjóð in ekki frið. „Það gerist einungis með því að horfast í augu við staðreyndir og sannleikann.“ Hann skorar á einstakling sem hann vill ekki nafngreina að stíga fram og létta á samviskunni til að ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Þó að sýknudómar hafi gengið í málinu séu margir þættir þess óuppgerðir og enn standi eftir dómur sem að hans mati er beinlínis rangur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar