Haustlitir og ferðamenn á Þingvöllu

Haustlitir og ferðamenn á Þingvöllu

Kaupa Í körfu

Gróðurinn er farinn að búa sig undir veturinn eins og sjá má en víða á landinu má nú sjá haustliti. Ljósmyndari blaðsins var á ferðinni á Þingvöllum í gær en þar var líflegt eins og flesta daga. Sólin lét sjá sig og þjóðfáninn blakti varla á fánastönginni. Mikill fjöldi ferðamanna sækir gamla þingstaðinn heim eins og fram kemur í viðtali við þjóðgarðs- vörðinn Einar Á.E. Sæmundsen í blaðinu í dag. Á því sumri sem nú er tekið að halla voru jafnan á bilinu 6-8 þúsund gestir í þjóðgarðinum og yfir hábjartan daginn jafnan 300-500 bílar á svæðinu. Ferðamönnum á svæð- inu fækkar ekki að ráði þegar veturinn gengur í garð en áherslurnar í starfinu breytast í takt við veðrið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar