Faxaflóahafnir rafvæða skip úr landi

Faxaflóahafnir rafvæða skip úr landi

Kaupa Í körfu

Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt við rafmagn í Faxagarði gær. Stórum áfanga var fagnað í gær þegar fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt við rafmagn en skip á vegum norsku útgerðarinnar Hurtigruten Expeditions var tengt við rafmagn þar sem það lá við Faxagarð í Reykjavík. „Þetta er mjög ánægjulegt verkefni en er um leið áminning um áskorunina sem við stöndum frammi fyrir, það er að koma rafmagni sem við eigum að eiga nóg af í þessi skip. Við höfum verið að sjá ýmsa breytingu á uppbyggingu hafna hringinn í kringum landið. Síðast á Dalvík kláruðum við orkuskiptin og fyrir- huguð eru sambærileg orkuskipti í öðrum höfnum. Faxaflóahafnir eru að ganga á undan með góðu fordæmi,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra eftir að hafa klippt á borðann áður en skipið var tengt við rafmagn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar