Gamla brúin yfir Skaftá einmanaleg í hlaupinu ágúst 2023

Jónas Erlendsson

Gamla brúin yfir Skaftá einmanaleg í hlaupinu ágúst 2023

Kaupa Í körfu

Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt öllum vegalokunum vegna Skaftárhlaups. Vísbendingar eru um að Skaftár- hlaupið hafi náð hámarki í gær. Rennsli Skaftár við Sveinstind mældist tæpir 700 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15 í gær en um 750 rúmmetrar á sekúndu í gær- morgun. Þá staðfestu athuganir gerðar í flugi grunsemdir vísinda- manna um að upptök hlaupsins væru í eystri Skaftárkatlinum. Lögreglan á Suðurlandi aflétti í gær vegalokunum í grennd við ána sem gripið var til á þriðjudag. Í tilkynningu lögreglunnar segir að engu að síður megi búast við vatnavöxtum, ekki síst í ljósi úr- komuspár á svæðinu næstu daga. Þá sé enn hætta á gasmengun við Skaftá og er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar