Minnisvarðinn afhjúpaður í þoku á Öxnadalsheiði

Þorgeir Baldursson

Minnisvarðinn afhjúpaður í þoku á Öxnadalsheiði

Kaupa Í körfu

Minnisvarðinn afhjúpaður á Öxnadalsheiði Fjölskyldur fjögurra ungra manna sem fórust í hörmulegu flugslysi þann 29. mars 1958 komu saman á Öxnadalsheiði í gær þar sem afhjúpaður var minnisvarði í minningu mannanna. Mennirnir, þeir Geir Geirsson, Ragnar Ragnars, Jóhann Möller og Bragi Egilsson voru á leið frá Akureyri til Reykjavíkur þegar flugvél þeirra hrapaði með þeim afleiðingum að allir fórust. Það voru þau Bragi Bergþór Viðar Vésteins- son, Ragnar Friðrik Ragnars, Jóhanna Gréta Möller, Lára Egilsdóttir og Geir Rafnsson sem sviptu hulunni af minnisvarðanum í dag við hátíðlega athöfn í Öxnadal. Þau tilheyra hvert sinni af fjölskyldum drengjanna og eru þau öll kennd við skyldmenni sín nema Lára, sem er systir Braga heitins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar