Pysjur í Vestmannaeyjum
Kaupa Í körfu
Lundapysjutímabilið hafið í Vestmannaeyjum en fer rólega af stað Pysjutíminn er byrjaður í Vest- mannaeyjum og fer rólega af stað að sögn heimamanna. Þær Elísabet Erla Grétarsdóttir, Sig- rún Anna Valsdóttir og Antonía Emma Erlingsdóttir urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins um helgina en þær voru að sleppa lundapysju sem fannst við Sea Life og var um 240 g að þyngd. Stúlkurnar voru fljótar að nefna pysjuna og fékk hún nafnið Lalli. Stúlkurnar fóru vestur á sleppistaðinn við Hamarinn og þar urðu á vegi þeirra þrjár ungar konur frá Southampton í Englandi. Þær spurðu margs um lundapysjuna og pysjutímann og tóku myndir af stúlkunum. Merkilegast fannst ferðalöngun- um að lögreglan ræki ekki ungt fólk heim á kvöldin sem væri að leita að pysjum þó að komið væri fram yfir miðnætti.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir