Pysjur í Vestmannaeyjum

Óskar Pétur Friðriksson

Pysjur í Vestmannaeyjum

Kaupa Í körfu

Lundapysjutímabilið hafið í Vestmannaeyjum en fer rólega af stað Pysjutíminn er byrjaður í Vest- mannaeyjum og fer rólega af stað að sögn heimamanna. Þær Elísabet Erla Grétarsdóttir, Sig- rún Anna Valsdóttir og Antonía Emma Erlingsdóttir urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins um helgina en þær voru að sleppa lundapysju sem fannst við Sea Life og var um 240 g að þyngd. Stúlkurnar voru fljótar að nefna pysjuna og fékk hún nafnið Lalli. Stúlkurnar fóru vestur á sleppistaðinn við Hamarinn og þar urðu á vegi þeirra þrjár ungar konur frá Southampton í Englandi. Þær spurðu margs um lundapysjuna og pysjutímann og tóku myndir af stúlkunum. Merkilegast fannst ferðalöngun- um að lögreglan ræki ekki ungt fólk heim á kvöldin sem væri að leita að pysjum þó að komið væri fram yfir miðnætti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar