Haustveiði í Elliðavatni

Haustveiði í Elliðavatni

Kaupa Í körfu

Hverr er sjá inn köpurmáli, er kominn er í skerin?“ spurði ljóðmælandi í kunnri lausavísu úr Ketils sögu hængs. Ósagt skal látið hvort þessi veiðimaður í Elliðavatni sé köpurmáll eður ei en vonandi varð hann fiskjar var að lokum þar sem hann mundaði veiðistöng sína er ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá í gær. Á vatnsbakkanum fjær má greina fagra haustliti er sumri hallar og líða tekur að veturnóttum, hin eilífa hringrás ljóss og myrkurs heldur takti sínum á norðurhveli jarðar á meðan moldir og menn lifa.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar