40 ár síðan Rán fórst í Jökulfjörðum

40 ár síðan Rán fórst í Jökulfjörðum

Kaupa Í körfu

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar minntist áhafnarinnar á TF-RAN, sem fórst í Jökulfjörðum 8. nóvember árið 1983, með sérstakri minningarstund við Jökulfjörð í gær. TF-GNA, þyrla Gæslunnar, tók á loft frá Reykjavík kl. 11 í gær og var komin vestur upp úr hádegi. Þyrlusveitin lagði blómsveig í fjöruborðið til minningar um þá Björn Jónsson flugstjóra, Þórhall Karlsson flugstjóra, Bjarna Jóhannes- son flugvirkja og Sigurjón Inga Sigurjónsson stýrimann sem fórust í slysinu. Frá vinstri á myndinni eru Jens Þór Sigurðarson flugstjóri, Helgi Rafnsson, flugvirki og spilmaður, Jóhann Eyfeld, sig- og stýrimaður, og Jóhannes Jóhannesson flugmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar