Bið og óvissa erfiðust fyrir Grindvíkinga

Bið og óvissa erfiðust fyrir Grindvíkinga

Kaupa Í körfu

Dagmál Nú er liðinn mánuður frá því að jarð skjálftahrinan öfluga leiddi til þess að Grindavík var rýmd. Enn ríkir mikil óvissa um stöðuna og hvenær íbúar geti snúið aftur til heimila sinna. Otti Rafn Sig marsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, er íbúi og björgunarsveit armaður í Grindavík og hefur hann stigið til hliðar úr starfi sínu hjá Landsbjörg. Hann segir atburðarásina, sem náði hámarki föstudaginn 10. nóvember, vera eitthvað sem enginn gat séð fyrir. Viðbragðsaðilar og vísindamenn hafi verið búnir að gera margar áætlanir og teikna upp sviðsmyndir en enginn hafi búist við þessu. Otti Rafn er gestur Dagmála Morgunblaðsins í dag þegar tólf dagar eru til jóla. Hann ræðir hamfarakvöldið og rýminguna ásamt óvissunni og eftirmálum hildarleiksins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar