Halldór Blöndal með móttöku

Ásdís Ásgeirsdóttir

Halldór Blöndal með móttöku

Kaupa Í körfu

Færeyska stjórnarskrárnefndin í heimsókn GÓÐIR gestir sóttu Alþingi heim í gær, var þar komin færeyska stjórnarskrárnefndin (grundlógarnevndin), fimm færeyskir þingmenn og sex embættismenn. Fór hópurinn í skoðunarferð um alþingishúsið og aðrar byggingar þess í fylgd Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, og síðan tók við kynning á þingstörfum. Þeir þingmenn sem voru með í för eru Hergeir Nielsen, formaður utanríkismálanefndar Lögþingsins, Jógvan á Lakjuni, formaður menntamálanefndar Lögþingsins, Eyðun Viderø, varaforseti þingsins, Jóan Pauli Joensen, formaður stjórnarskrárnefndar og þau Jákub Sverri Kass og Annita á Friðriksmørk. Síðdegis í gær hélt Halldór Blöndal, forseti Alþingis, nefndinni móttöku í Alþingishúsinu. Færeyska sendinefndin var á leið heim frá Bandaríkjunum og hélt til Færeyja í gærkvöldi. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar