Dagbók Ljósmyndara

Golli/ Kjartan Þorbjörnsson

Dagbók Ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Toulouse Frakklandi 1. febrúar 2001 Það er sama til hvaða vestrænnar stórborgar maður kemur, alltaf eru dúfur út um allt. Ég gekk fram á þessa. Hún leit út fyrir að vera að hvíla sig fyrir átökinn um brauðið á aðaltorgi borgarinnar. Hún hafði þó fengið sinn síðasta bita. Einhvernveginn var ég búinn að ímynda mér dauða dúfu sem hræ með útglenta vængi en ekki eins og viðkvæma portulínstyttu sem einhver hefði óvart skilið eftir á víðavangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar