Ballerínur sýndu listir sínar

Ballerínur sýndu listir sínar

Kaupa Í körfu

Afmælisdanssýning Dansgarðsins fór fram á Stóra sviðinu í Borgar- leikhúsinu í gær. Dansgarðurinn samanstendur af dansskólunum Óskanda, Klassíska listdansskól- anum, Dansi fyrir alla og Forward Youth Company. Ellen Harpa Kristinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Klassíska listdansskólans, segir í samtali við Morgunblaðið sýninguna hafa gengið vonum framar. Uppselt hafi verið á seinni sýningu dagsins og mjög velt selt á þá fyrri. Klassíski listdansskólinn fagnar 30 ára afmæli og Óskandi fimm ára afmæli í ár. Í tilefni þess voru eftirminnileg atriði frá skólunum sett á svið. Um 250 dansarar á öllum aldri úr skólunum þremur stigu á svið og sýndu listir sínar. Einnig tóku atvinnudansarar þátt í sýningunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar