Dagbók ljósmyndara - Moskva

Þorkell Þorkelsson

Dagbók ljósmyndara - Moskva

Kaupa Í körfu

Það var snjómugga í Moskvu þegar ég lenti og ferðin frá flugvellinum sóttist hægt en um síðir komst ég þó inn á hótel. Út um herbergisgluggan minn sé ég rússneska utanríkisráðuneitið gnæfa yfir umhverfi sitt . Einhvern vegin svona ímynda ég mér kastala Vald Dracúla, yfirþyrmandi og drungalegan en glæsilegan samt . Húsið er raunar byggt á þriðja áratug aldarinnar sem leið, af föngum í nauðungarvinnu , ekki mikið huggulegri karakter til dýrðar, sjálfum Jósep Stalín. Ég er ekki frá því að ég sjái eitthvað á kreiki þarna ofarlega í turninnum. Kannski ég sofi með lokaðan gluggan í nótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar