Dagbók ljósmyndara

Þorkell Þorkelsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

DUDINKA, Síberíu. 18. febrúar 2001. Ég hef engu mætt nema velvilja allra sem ég hef átt samskipti við hér í Síberíu, en það getur verið dálítið þreytandi hvað fundarhöld eru tíð og fundirnir langdregnir (sennilega arfleifð frá Sovétárunum). Í dag hef ég setið þrjá fundi sem samkvæmt skilgreiningum læknisfræðinnar myndu teljast "krónískir" þ.e.a.s. ólæknandi og endalausir. Þetta er í mínum huga bestu rökin fyrir klónun mannskepnunnar. Þá gæti ég látið "klónið" af sjálfum mér sitja á þessum endalausu fundum en verið sjálfur úti að mynda. Kannski myndi duga til að byrja með að nota brosandi pappaljósmyndara sem kinkar kolli og segir reglulega: "Da, da."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar