Dagbók ljósmyndara

Þorkell Þorkelsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

DUDINKA, Síberíu. 16. febrúar 2001. Túlkurinn minn Mitin Galina er einnig mín helsta hjálparhella. Hún er af þýskum ættum en foreldrar hennar voru fluttir nauðungarflutningum eftir seinna stríð til Síberíu þar sem faðir hennar vann í kolanámu. Mitin er öll af vilja gerð að aðstoða mig á alla lund en vegna þess að nánast engir tala ensku á svæðinu hefur hún fengið litla æfingu í að tala málið en hún lærði ensku á námskeiði fyrir rússneska flugumferðarstjóra, en það er hennar aðalstarf. Það er því ekki skrítið að orðabókin sé okkar helsta samskiptatæki, enda misskiljum við hvort annað í sífellu og hefur sá misskilningur leitt til mikils hláturs. Lengst til vinstri á myndinni stendur Oxana Yerofeyev sem er starfsmaður Rauða krossins á staðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar