Dagbók ljósmyndara

Þorkell Þorkelsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Dagbók ljósmyndara 50 þúsund króna pels/ 18.02.2001 Rússland, Síbería, Dudinka. Aðal verslunarmiðstöðinn hér í bænum heitir Norlisk eftir nálægri borg. Þeir sem eru fjáðir geta keypt hér nánast allt milli himins og jarðar.Þar varð ég vitni að all kostulegri adburðarrás! Þessi kona var að máta pels úr refaskinni og spókaði sig fyrir framan manninn sinn og spegilinn á víxl.Hún talaði nánast í sífellu en stoppaði síðan eitt andartak og krafði eiginnmann sinn svara, hann virtist hafa vit á því að vera sammála í eins fáum orðum og hann gat komist af með.Þess á milli hlustaði hann þolinmóður en ekki sérlega áhugasamur á svipinn .Afgreiðslukonann var löngu hætt að skipta sér af frammgangi mála, hún settist niður og horfði sljóum augum eitthvað út í buskan eins og hugurinn væri víðs fjærri .Að lokum gerði frúinn upp hug sinn og eiginnmaðurinn reiddi fram uppsett verð eins og honum væri það mikill léttir að losna við peninganna(sem mér telst til aðjafngildi u.þ.b 50.000 íkr). Afgreiðslukonann virtist réttsvo ná meðvitund til að takavið greiðslunni en var svo óðara horfinn inní draumaheiminn á ný.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar